Skip to main content

Endurhæfing

Hlutverk Starfsendurhæfingar Austurlands er að veita fólki starfsendurhæfingu sem stendur höllum fæti eða hefur verið utan atvinnuþátttöku vegna  heilsubrests, félagslegra aðstæðna eða atvinnuleysis og eru að vinna í endurkomu út á vinnumarkað.

Þátttakendum er veitt ráðgjöf og stuðningur á heildrænan og markvissan hátt, með það að markmiði að endurhæfingin verði sem árangursríkust.  Endurhæfingin fer að stærstum hluta fram í hóp en er einstaklingsmiðuð þar sem tekið er mið að þörfum hvers og eins þátttakanda.  Áhersla er lögð á að efla hvern þátttakanda til að koma inn með virkum hætti að sinni endurhæfingu strax í byrjun og beri þar með frá upphafi ábyrgð á sinni endurhæfingu. StarfA leiðbeinir og útvegar þá þjónustu sem til þarf. Markmiðið er að þátttakandinn öðlist trú á sjálfan sig og eigin getu. Fái aðstoð við að takast á við hindranir sínar og efla styrkleika sína ásamt því að setja sér raunhæf markmið. Hver þátttakandi er með sinn ráðgjafa hjá StarfA og þjónustan hefst eins fljótt og auðið er með gerð áætlunar- og þátttökusamnings eftir að beiðni hefur borist. 

Auknar líkur eru á atvinnuþátttöku ef skipulögð starfsendurhæfing er fyrir hendi í samfélaginu sem greiðir leið einstaklinga að virkri atvinnuþátttöku