Skip to main content

Hlutverk og markmið StarfA

  • Hlutverk StarfA er að veita starfsendurhæfingu einstaklingum með heilsubrest sem standa utan vinnumarkaðar og eru að leita sér leiða inn á hann aftur.
  • Að þátttakandi fari í atvinnu að endurhæfingu lokinni eða nám til þess að styrkja stöðu sína á vinnumarkaði.

Markmið StarfA

  •  Að bjóða upp á snemmtæka íhlutun og einstaklingsmiðaða þjónustu í hóp.
  •  Að stuðla að fjölbreyttu framboði úrræða og leiða til að efla þátttöku á vinnumarkaði
  •  Að stuðla að heildrænni endurhæfingu þar sem unnið er með líkamlega, andlega heilsu og umhverfið. Líf-sál og félagsleg
  •  Að þátttakendur taki ábyrgð á eigin velferð
  •  Auka þátttöku, virkni og lífsgæði þátttakenda og fjölskyldu þeirra
  •  Að nýta styrkleika og mannauðinn í nærsamfélaginu