Skip to main content

Þjónustuúrræði

Starfsendurhæfing Austurlands býður upp á einstaklings-og hópúrræði.  Boðið er uppá mismunandi endurhæfingaleiðir og fjölbreytt stök úrræði.

  • Mat á stöðu einstaklings- þverfagleg endurhæfing. Um er að ræða þjónustu í 1-3 mánuði. Þjónustan hefur það að markmiði að meta raunhæfi þess að hefja markvissa endurhæfingu. Þátttaka telst fullnægjandi ef einstaklingur mætir og tekur þátt í þjónustu er nemur 12-15 tímum á viku. Þjónustan felur í sér hóp-og einstaklingsúrræði s.s. heilsueflingu, sjálfseflingu, vinnusmiðju, sjúkraþjálfun, sálfræðiþjónustu ofl. eftir þörf hvers og eins.  Eftirfylgdar og stuðningsviðtöl. 
  • Einstaklingsmiðuð þverfagleg endurhæfing- atvinnutengd.  Þjónustan nemur að lágmarki 15-20 tímum á viku. Þjónustan felur í sér hóp-og einstaklingsúrræði s.s. heilsueflingu, sjálfseflingu, vinnusmiðju, sjúkraþjálfun, sálfræðiþjónustu ofl. eftir þörf hvers og eins.  Eftirfylgdar og stuðningsviðtöl.
  • Atvinnutenging og atvinnuþátttaka.Þjónustan nemur 12-20 tímum á viku.   Hóp-og einstaklingsúrræði. Þjónustan felur í sér undirbúning, ráðgjöf/ fræðslu, stuðning og eftirfylgd. Efla færni til atvinnuþátttöku. Getur falið í sér ýmis sjálfseflingarnámskeið s.s.  sjálfstyrkingu, uppbyggileg samskipti, gerð ferilsskrár, fara í atvinnuviðtal ofl., nám-og starfsráðgjöf, vinnuprófun/ aðlögun og stigvaxandi virkni á vinnustað, vinnusamningar og markviss atvinnuleit. 
  • Fjölbreytt stök tímabundið úrræði s.s. ýmis sjálfseflingar námskeið, heilsuefling og vinnusmiðjur. Sem dæmi sjálfstyrking, uppbyggileg samskipti, markmiðssetning, sérhæfð HAM námskeið við svefn, verkjum, lágu sjálfsmati, kvíða og þunglyndi. Streita og streitustjórn, fjármál/ leiðin til velgengni, líkamsbeiting/vinnuvernd og félagslegir og andlegir þættir á vinnustað, job assist ( sjálfsvitund, ferilskrá, virk starfsleit, atvinnuviðtal, góður árangur á nýjum vinnustað), félagsfærni og reiðistjórn/ ART. 

Endurhæfingin miðar að því að þátttakandinn fari í vinnu og/eða áframhaldandi nám til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaði að lokinni þátttöku. Lengd endurhæfingar ræðst af þörf hvers og  eins í samráði við Virk Starfsendurhæfingasjóð/ ráðgjafa og annað fagfólk. 

Leitast er við að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur og meta reglulega framvindu og endurhæfingarþörf í samráði við þátttakandann sjálfan og annað fagfólk sem kemur að endurhæfingu viðkomandi. 

Hlutverk ráðgjafa er að sinna stuðningi og eftirfylgd með framvindu endurhæfingar. Aðstoða þátttakandann við að koma auga á lausnir og efla þátttakandann  til að ná vald yfir aðstæðum sínum og lífi. Efla sjálfsmynd, sjálfstraust, félagslega stöðu og lífsgæði. 

  • Boðið er uppá  fjármálaráðgjöf, fjölskylduráðgjöf, félagsráðgjöf, sálfræðimeðferð, iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun, markþjálfun og náms-og starfsráðgjöf.  
  • Fjölbreytt sjálfseflandi námskeið sjálfstyrking, uppbyggileg/ árangursrík samskipti, markmiðssetning, sérhæfð HAM námskeið við svefn, verkjum, lágu sjálfsmati, kvíða og þunglyndi. Streita og streitustjórn, fjármál/ leiðin til velgengni, líkamsbeiting/vinnuvernd og félagslegir og andlegir þættir á vinnustað, vinnugleiði og starfsánægja, job assist ( sjálfsvitund, ferilskrá, virk starfsleit, atvinnuviðtal, góður árangur á nýjum vinnustað), félagsfærni og reiðistjórn/ ART., (jafningja) fræðsla, vinnustaðaheimsóknir " inn fyrir þröskuldinn" og líðan og spjall. 
  • Hópefli er í formi verklegra æfinga/leikja/ tjáningar og gönguferða/útiveru. Þar sem lögð er áhersla á snemmtæka íhlutun hjá StarfA og nýjir þátttakendur geta komið inn reglulega er mjög mikilvægt að „hrista“ hópinn saman, tengja innbyrðis svo skapist traust og þátttakandinn upplifi að tilheyra hópnum. Það er forsenda þess að líða vel og geta sinnt markvissri endurhæfingu. Eins er unnið með hugmyndabanka þátttakanda. Hvað þau langi til að prufa, gæti tengst áhugasviði, að takast á við nýjar áskoranir en þannig vöxum við, öðlumst sjálfstraust og eignumst áhugamál. Svo er líka mikilvægt að leika sér og hafa gaman af lífinu. Sem dæmi höfum við farið á gönguskíði, hestbak, fjórhjól, í Zúmba, bogfimi, frisbígolf, sungið og dansað. 
  • Fjölbreytt heilsuefling innan sem utandyra s.s. göngur og útivist, yoga/slökun, sund og ræktin. Heilsutengd fræðsla um lífstíl, næring, svefn og mikilvægi reglulegrar hreyfingar.
  • Vinnusmiðjur þar sem unnið er með að efla færni og þáttttöku, þar er tækifæri til að kynnast og fá áhuga á nýrri tómstundaiðju, iðju sem veitir gleði og ánægju, hefur gildi og tilgang. Auka trú á eigin geti. Tækifæri til að leiða hugann að öðru, efla samskiptafærni í hóp, gefa af sér til samfélagsins, að hafa tilgang og efla fínhreyfifærni.