Skip to main content

Samstarf Vinnumálastofnunar og Starfsendurhæfingar Austurlands

StarfA og VMST. hafa gert með sér samstarfssamning  frá 1. apríl sl.á grundvelli laga nr. 55/2006, um vinnumarkaðsaðgerðir og reglugerðar nr. 12/2009, um þátttöku atvinnuleitenda sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins í vinnumarkaðsaðgerðum og búferlastyrki.

Samningur þessi tekur til verkefnisins ,,Markviss atvinnuleit“ í umsjón StarfA og markmiðið er að veita atvinnuleytendum tækifæri til þátttöku í ýmiskonar virkni úrræðum, sbr. 10. gr. reglugerðar nr. 12/2009. 

Tilgangur með þátttöku atvinnuleitenda er að efla þau í atvinnuleitinni, auka þekkingu þeirra á vinnumarkaðinum, styðja þau og hvetja í atvinnuleitinni og stuðla á sama tíma að virkni og auka starfshæfni viðkomandi. Með þessum hætti er leitast við að sporna gegn erfiðum félagslegum og heilsufarslegum afleiðinum sem oft fylgja langvarandi atvinnuleysi. StarfA fagnar samstarfinu. 

Starfsemin hafin !

Starfsemin hófst að nýju 22. ágúst að loknu góðu sumarfríi með morgunverði og vinnusmiðju :)  Bjóðum nýja þátttakendur og leiðbeinendur  velkomna til StarfA.

Sjálfstyrking og samskipti

Álfheiður Steindórsdóttir og Guðfinna Eydal sálfræðingar frá Sálfræðistöðinni í Rvk. ætla að vera með 9. klst. námskeið um sjálfstyrkingu og samskipti dagana 21. og 22. sept. Þátttakendur fá möppu með gögnum og vottorð um þátttöku auk persónulegs mats.
Góður Sjálfsstyrkur.
Sá sem hefur góðan sjálfsstyrk á auðveldar með að vega og meta aðstæður og finna lausnir, bæði í meðbyr og mótbyr. Athuganir sýna að þegar sjálfsstyrkur er tiltölulega stöðugur og fólk metur sig raunhæft leiðir það til meiri hamingju og heilbrigðs lífs. Góður sjálfsstyrkur hefur líka góð áhrif á skapferli og kjark til að takast á við sjálfan sig og samskipti við aðra. Lítill sjálfsstyrkur hefur í för með sér vanmat og dregur að sama skapi úr kjarki til að takast á lífið og það sem að höndum ber. Áhugasamir setji sig í samband við StarfA. Nokkur laus pláss.

 

Hér eru linkarnir á vefjagigtarnámskeiðin á síðu Þrautar ehf.

http://www.thraut.is/oll-namskeid/fraedslunamskeid/namskeid-fyrir-heilbrigdisstarfsfolk-haldid-a-egilsstodum - Til útprentunar

http://www.thraut.is/oll-namskeid/fraedslunamskeid/namskeid-fyrir-folk-med-vefjagigt-a-egilsstodum  - Til útprentunar

Fílafótbolti í hreyfiviku

Fílafótbolti ?

Hvern langar að prófa ??

Starfa stendur fyrir viðburði í Hreyfivikunni í samstarfi við Hildi Bergsdóttur.  Fílafótbolti á miðvikudag 23. september kl. 9:30 á Vilhjálmsvelli. Hvetjum alla sem hafa tök á aðmæta og hafa það gaman saman.

 


Viðtöl á Rás 2

Viðtöl á Rás 1

sollaRúnar Snær Reynisson fréttamaður var við opnun nýrrar glæsilegrar aðstöðu á Egilsstöðum síðasta föstudag. Í Morgunútvarpinu á Rás 1 í morgun ræddi hann við Lindu Pehrsson, framkvæmdastjóra STARFA, Alfreð Steinar og Sólveigu Heiðrúnu. Hlusta má á viðtölin hér að ofan.


Takk fyrir komuna !

Þökkum öllum kærlega fyrir komuna á opnun og kynningu á sameiginlegri aðstöðu StarfA og Krabbameinsfélags Austurlands fimmtudaginn 10. september sl.  Þetta var ánægjulegur dagur.

starfa01starfa02starfa03starfa04starfa05starfa06starfa07starfa08starfa09starfa10starfa11