Skip to main content

Starfsemin hafin !

Starfsemin hófst að nýju 22. ágúst að loknu góðu sumarfríi með morgunverði og vinnusmiðju :)  Bjóðum nýja þátttakendur og leiðbeinendur  velkomna til StarfA.

Sjálfstyrking og samskipti

Álfheiður Steindórsdóttir og Guðfinna Eydal sálfræðingar frá Sálfræðistöðinni í Rvk. ætla að vera með 9. klst. námskeið um sjálfstyrkingu og samskipti dagana 21. og 22. sept. Þátttakendur fá möppu með gögnum og vottorð um þátttöku auk persónulegs mats.
Góður Sjálfsstyrkur.
Sá sem hefur góðan sjálfsstyrk á auðveldar með að vega og meta aðstæður og finna lausnir, bæði í meðbyr og mótbyr. Athuganir sýna að þegar sjálfsstyrkur er tiltölulega stöðugur og fólk metur sig raunhæft leiðir það til meiri hamingju og heilbrigðs lífs. Góður sjálfsstyrkur hefur líka góð áhrif á skapferli og kjark til að takast á við sjálfan sig og samskipti við aðra. Lítill sjálfsstyrkur hefur í för með sér vanmat og dregur að sama skapi úr kjarki til að takast á lífið og það sem að höndum ber. Áhugasamir setji sig í samband við StarfA. Nokkur laus pláss.

 

Hér eru linkarnir á vefjagigtarnámskeiðin á síðu Þrautar ehf.

http://www.thraut.is/oll-namskeid/fraedslunamskeid/namskeid-fyrir-heilbrigdisstarfsfolk-haldid-a-egilsstodum - Til útprentunar

http://www.thraut.is/oll-namskeid/fraedslunamskeid/namskeid-fyrir-folk-med-vefjagigt-a-egilsstodum  - Til útprentunar